Davíð afmælisbarn dagsins

Jæja þá er kjellinn orðin 24 ára bara hundgamall hehe. Ég gaf honum afmælisgjöfina á miðnætti í gær hann fékk borvél frá mér og var alveg hæst ánægður með þetta og vildi ólmur fara að setja upp hillur og nýja eldhúsinnréttingu hehe ég vissi alveg hvað ég var að gera með þessari gjöf komin afsakanir fyrir fleiri IKEA ferðum á næstunni er einhver til?? hehe. Hann er svo myndalegur þessi elska finnst svo gaman að dutla svona bora og kallast e-h. Davíð eyddi eiginlega öllum deginum upp í skóla í lærdóm við fórum á Red chilli og fengum okkur fahitas combo og bjór sem er svona spari matur hjá okkur svo skellti hann sér bara aftur yfir bækurnar þegar heim var komið.

Eg og mútta fórum í kringluna í dag og náðum að klára eiginlega allar jólagjafirnar nema hún gat ekki keypt handa mér því ég var nátturlega með henni allan tíman hehe. Það er nú aldeilis gott að vera búin á bara eftir að kíkja aðeins og kaupa eins og t.d skó á mig og kanski e-h smá snyrtidót svo ég verði nú falleg um jólin hehe.

Við hjúin ætlum að vera saman í fyrsta skipti á jólunum það verður þannig hjá okkur að við borðum á aðfangadagskvöld heima hjá Afa og Ömmu Davíðs ásamt mömmu hans,Vigni og Ragnhildi Söru. Það verður bæði skrítið og skemmtilegt að vera jólin ekki með fjölskyldunni en það er nú ekki svo langt að fara þannig að við hittumst nú öll jólin og borðum saman möndlugraut í hádeginu á aðfangadag. Á jóladag förum við í hangikjöt til frænku Davíðs þar sem afi hans og pabbi hans og þau öll koma saman. Svo verður bara legið í leti og haft það náðugt. Á Gamlárskvöld verðum við svo á Álftanesinu með Mömmu,Stjána,Didda og Vesturtúnsfjölskyldunni ætlum að borða öll heima hjá Mömmu og fara á brennu og horfa á skaupið og skjóta upp. Erum ekki alveg búin að ákveða frammhaldið á kvöldinu en það kemur í ljós bara þegar líður á.

Annars er bara orðið mjög jólalegt í kotinu og ætlum við að kaupa okkur alvöru jólatré og hafa heima hjá okkur það verður rosa skemmtilegt.

 

Endilega verið dugleg að kommenta langar að vita hverjir eru að lesa.

Hafið það gott og njótið

Jólakveðjur

-Þóra- 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Jóhannsson

Ég er svo æðislegur ;)

Davíð Jóhannsson, 18.12.2007 kl. 00:54

2 identicon

Til hamingju með afmælið Davíð :-) (fyrir 2 dögum..)
Biðjum að heilsa í kotið, hlökkum til að sjá ykkur milli hátíða!

Heiða Rut (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Kristín Hauksdóttir

Höfundur

Þóra Kristín Hauksdóttir
Þóra Kristín Hauksdóttir
Heiti Þóra Kristín Hauksdóttir er fædd árið 1985 er í Sambúð með Davíð Jóhannssyni og búum saman í Hvassaleitinu er á 2 ári í Kennaraháskóla Íslands.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 3832
  • IMG 3831
  • IMG 3830
  • IMG 3829
  • IMG 3828

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband