Jólaannáll

Jæja ætli það sé ekki komin tími til að rita niður smá jólaannál.

Á aðfangadag komu Mamma,Diddi,Stjáni og Vesturtúns liðið í möndlugraut til okkar Davíðs það er komin regla á að þetta verði ný jólahefð að hafa jólagrautinn í hádeginu hjá okkur enda er það bara skemmtilegt. Soðið var 3 lítar að graut dugar ekkert minna ofaní mannskapinn Davíð kokkaði þennan snilldargraut sem var hrísgrjónagrautur bættur með rjóma og súkkulaði. Mandlan var svo falin vel ofaní en einhverjun tókst að borða möndluna án þess að segja frá því og var þetta því frekar vandræðalegt  og héldu allir að Davíð hefði gleymt að setja möndluna í grautinn en hann var alveg blá saklaus, þetta mál endaði þá á þann hátt að við þurftum að draga spil til þess að skera úr um hver væri sigurvegarinn og var það mamma sem hlaut mönduverðlaunin þetta árið og voru það kertastjakar úr Tiger rosa flottir. :) Eftir vel heppnaðan graut fóru allir að tínast heim og þá var komið að því að ganga frá og slaka aðeins á og fara svo í jólabaðið.

Við Davíð fórum svo í miðleitið hérna rétt hjá okkur til ömmu og Afa Davíðs og eyddum aðfangadagskvöldi þar ásamt mömmu hans,Vigni og Ragnhildi Söru boðið  var upp á ljúfengan hamborgarahrygg ásamt ýmsu góðu meðlæti. Svo hófst pakkaflóðið og var margt sniðugt og skemmtilegt sem var að finna þar t.d úlpu frá Davíð,bolir,sænguver,úr,jólaóróar,sósuskál, body lotion,kaffikanna og e-h fleira sem ég er að gleyma held ég. Við vorum þar til rúmlega 21 þá fórum við upp í seiðakvíslina og héldum áfram að taka upp pakka þar og þar komu upp íþróttagalli,svunta,ilmvatn,kökuspaði vorum þar e-h frammeftir kvöldi og fórum svo heim. 

 Á jóladag vöknuðum við klukkan korter í 2 og áttum að vera mætt í jólaboð til frænku Davíðs kl 2 en það var svo sem ekkert stress vorum komin þanngað um hálf 3 ég hélt að það væri ekki hægt að sofa yfir sig í e-h sem byrjar klukkan 2 en það er greinilega hægt.hehe Við fengum þar hangikjöt og meðlæti og síðan var farið í bingó sem var mjög skemmtilegt. um kl 17 kíktum við aðeins á álftanesið og heilsuðum upp á liðið þar. Kvöldinu var síðan eytt í chill.

Annan í jólum fórum við Davíð ásamt mömmu,didda og stjána i messu heyrnleysingja í grensárskirkju sem var bara mjög fínt þegar henni var lokið fórum við Davíð bara heim að chilla og síðan var matur hjá Didda um kvöldið og var það heljarstór kalkún sem var gjeggjað góður.

Davíð hefur verið að vinna og ég hef bara verið í chillinu fór nú í kringluna í gær og ætlaði að skipta nokkrum jólagjöfum en það voru bara svo margar búðir lokaðar þannig að það tókst ekki alveg að klára allt. 

Í dag var svo jólaboð hjá fjöldskyldunni minni og var það haldið í breiðholtinu hjá Gunnu og Brynjari og komu allir með e-h á kökuborðið það var alveg ljómandi gaman  krakkanir léku sér svo fallega og fullorðnafólkið spjallaði.

Svo er ég að vinna á sunnudaginn annars er bara chill þessa daganan Heiða og Einar ætla að koma í heimsókn á morgun og þribbanir ætla líka að koma í smá pössun til frænku sinnar. 

Verðum á álftanesi á gamlárskvöld borðum þar,förum á brennuna og skjótum upp og svo verðum bara e-h rólegt ekki alveg komin dagskrá. 

þetta var svona það helsta sem er að gerast í mínu lífi þessa dagana.

njótið lífsins :=) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir samveruna í gær. Vertu svo dugleg að blogga

Kv Afmælisfrænkan

Íris (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 13:30

2 identicon

Veii nýtt blogg! :o)

En það var mjög gaman að hitta ykkur skötuhjú, reynum svo að stefna á annan hitting 2. jan.

Annars segi ég bara gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla... og bara öll þau gömlu! :o)

Kv. Heiða, Einar og bumbukrílið ;) 

Heiða (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Kristín Hauksdóttir

Höfundur

Þóra Kristín Hauksdóttir
Þóra Kristín Hauksdóttir
Heiti Þóra Kristín Hauksdóttir er fædd árið 1985 er í Sambúð með Davíð Jóhannssyni og búum saman í Hvassaleitinu er á 2 ári í Kennaraháskóla Íslands.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 3832
  • IMG 3831
  • IMG 3830
  • IMG 3829
  • IMG 3828

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband