5.1.2008 | 16:32
jólin að verða búin
Jæja þá er jólahátíðin þetta árið að taka enda og við tekur hversdagsleikinn. Við Davíð höfðum það gott um áramótin og borðuðum heima hjá mömmu á álftanesi ásamt Sissu og fjölskyldu og Didda. Davíð sá um forréttinn sem var alveg geggjaður það var semsagt rjúpur í piparsósu borið fram með salati, brauði og rifsberjum alveg rosalega gott.
Í aðalrétt var svo austfirskt hreindýr sem mamma matreiddi sem var alveg svakalega gott bara bráðnaði upp í manni. Þribbanir og unglingurinn voru svo í svaka stuði og var Bjartur duglegur að halda ,,míni" flugeldasýningu fyrir systkini sín við misgóðar undirtektir hehe. Þegar við vorum búin að jafna okkur eftir matinn fórum við í vesturtúnið og horfðum á skaupið og borðuðum snakk og ís. Það var skotið ágætlega mikið upp en það var samt svo hvasst að raketturnar fuku allar til hliðar en það var svo sem allt í lagi. Þegar klukkan fór að ganga eitt drifum við Davíð okkur heim því von var á nokkrum gestum til að fagna nýa árinu. Við vorum 11 sem vorum heima í Hvassaleitinu að spila partý og co og fleira það var alveg rosalega góð stemming. Gestirnir fóru svo heim um 7 um morguninn en læddi mér þó inn í rúm um 6 leytið ekki sökum ofdrykkju heldur að ég átti að fara að vinna klukkan 12 á nýársdag. Þetta voru bara alveg ljómandi góð áramót.
Nýja árið leggst bara vel í mig það var nú ekki strengt neitt áramótaheit núna en er það ekki bara það klassíska hugsa um heilsuna og standa sig vel í skólanum og bara njóta lífsins. Ég byrjaði árið með stæl og byrjaði í Boot Camp 3 janúar og ég hélt að þetta væri bara mitt síðasta fann bara svínakjötið vella inn í mér. En þetta var alveg helvíti gott eftir á þegar ég var búin að skella mér í sturtu bara gott að drífa sig af stað. Ég verð í Boot Camp þrisvar í viku þri-fimt og laugardögum og svo í skólanum er skráð í 19 einingar og svo verð ég að vinna áfram hjá Freyju. Skólinn byrjar fyrstu vikuna á því að við förum í vettvangsnám ég og Berglind ætlum að kynna okkur hjallastefnuna fyrsta vikan verður bara áheyrn þá erum við bara að kynnast krökkunum sem eru bara stelpur og kennaranum og skólanum. Við verðum svo allan mars mánuð í skólanum tvær vikur að kenna og svo tvær vikur að vinna með kennaranum fara yfir verkefni og fleira.
Jólahátíðin endar á morgun með matarboði hjá ömmu Davíðs og svo ætlum við Davíð að fara á þrettándabrennu á álftanesi og vonum að það verði betra veður en á áramótunum.
Jæja segi þetta gott í bili
Um bloggið
Þóra Kristín Hauksdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá ég væri til í að fara aftur í tímann og borða matinn aftur!
Davíð Jóhannsson, 5.1.2008 kl. 20:26
Honum Davíð er greinilega margt til lista lagt :-)
Biðjum að heilsa í bæinn!
Heiða Rut (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 09:31
Jólin eru búin frænka, hvernig væri að blogga pínu hehehehe
Íris frænka (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.