Mikið er ég sammála honum

Maður ætti kanski bara skella sér á seltjarnanesið. Það virðist vera aðalmálið í mörgun skólum að hann "lúkki vel" allt sé voða tip top. Ég veit að það er líka mikilvægt að börnum og starfsfólki líði vel á sínum vinnustað  en ég held að því líði alveg jafn vel hvort sem að skólinn sé svakalegur arkítektur eða ekki. Allavega leið mér alltaf mjög vel í grunnskólanum á Reyðarfirði sem var með svínableikum gardínum sem við vorum alltaf að reyna að skemma "óvart" til þess að fá nýjar og í grænu og appelsínugulu stólunum en núna er hann orðin svakalega flottur og ég veit að það er sama góða starfið þar í gangi enda skólastjórinn algjör gullmoli :=) . Það eru miklar umræður um launahækkanir kennara um þessar mundir og vonandi sjá allir að það er þörf að meta starf uppeldismenntað fólks betur en ef maður væri með það markmið að vera ríkur og græða Þá færi maður að sjálfsögðu í annað nám en samt sem áður þarf þetta að vera mannsæmandi laun því að mínu mati er þetta eitt mikilvægasta starf í heimi. Ég er í einum áfanga sem heitir læsi og lestrarnám og þar erum við að læra um hvernig eigi að kenna lestur og hvernig lestur þróast. Það er hrikalega flólkið ferli sem er í gangi þegar við lærum að lesa og það er í raun ótrúlegt hvað margir eru læsir því þetta er mjög erfitt fyrir heilan að vinna úr. Börn sem eiga í erfiðleikum með lestur og fá ekki kennslu við hæfi geta orðið fyrir kennslufræðilegum skaða og ekki lært að lesa að hafa það á samviskunni að hafa klúðrað því að barn læri að lesa er að mínu mati mannréttindarbrot þetta getur gerst ef það er bara einhver út í bæ að kenna barninu þínu að lesa sem kann ekki fræðin á bak við lestur því lestur er meira en sísí sá sól og óli á lás og hananú!

jæjja læt þetta duga í bili.................


mbl.is Vill hækka laun kennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Jóhannsson

fingur í kros vonandi fer þetta vel

Davíð Jóhannsson, 19.2.2008 kl. 18:28

2 identicon

Hvernig gengur að blogga Þóra Kristín? Hvar er allt slúðrið? ;)

Heiða (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Kristín Hauksdóttir

Höfundur

Þóra Kristín Hauksdóttir
Þóra Kristín Hauksdóttir
Heiti Þóra Kristín Hauksdóttir er fædd árið 1985 er í Sambúð með Davíð Jóhannssyni og búum saman í Hvassaleitinu er á 2 ári í Kennaraháskóla Íslands.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 3832
  • IMG 3831
  • IMG 3830
  • IMG 3829
  • IMG 3828

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband