Karlar og Konur

69 kostir þess að vera karlmaður:

1. Símtöl vara ekki lengur en 30 sekúndur.

2. Það er nánast alltaf fólk af gagnstæðu kyni sem sést bert í bíómyndum.

3. Þú veist eitthvað um vélar, tæki og tól.

4. Þegar þú ferð í fimm daga frí þarftu bara á einni tösku að halda.

5. Enski boltinn.

6. Biðröðin á klósettinu er miklu styttri.

7. Þú getur opnað sultukrukkurnar sjálfur.

8. Félagar þínir gera ekki veður út af því þótt þú fitnir.

9. Þegar þú flakkar á milli stöðva þarftu ekki að stoppa þótt einhver sé að gráta á einni þeirra.

10. Það veltur ekki á rassinum á þér hvort þú færð vinnu eða ekki.

11. Þú færð alltaf ekta fullnægingu.

12. Þú getur náð þér í kvenmann þótt þú sért með ístru.

13. Þér er hjartanlega sama þótt Pamela Anderson geti ekki leikið.

14. Þú þarft ekki að ganga með handtösku.

15. Þú getur tékkað þig út af hóteli þótt herbergið sé í rúst.

16. Þótt einhver finni að verkum þínum í vinnunni þýðir það ekki að öllum líki illa við þig.

17. Þú færð af þér að drepa það sem þú ætlar að borða.

18. Bílskúrinn þinn er sérherbergi.

19. Þú vinnur þér inn ótal prik hjá hinu kyninu með örlítilli tillitsemi.

20. Þú getur hlegið að Titanic.

21. Þú getur farið í sturtu og skipt um föt á tíu mínútum.

22. Þú getur sofið hjá úti um allar trissur án þess að missa mannorðið.

23. Það eru einhverjir aðrir sem sjá um að hafa áhyggjur af brúðkaupinu þínu.

24. Það þýðir ekki vinaslit þótt einhver gleymi að bjóða þér í veislu.

25. Þú getur keypt þér nærföt — þrjú saman í pakka — á 999 krónur.

26. Enginn af vinnufélögunum getur komið þér til að gráta.

27. Þú þarft ekki að raka þig fyrir neðan háls.

28. Það angrar engan þótt þú sért orðinn 34 ára og enn þá ógiftur.

29. Þú getur skrifað nafnið þitt með gulu í snjóinn.

30. Andlitið á þér er í upprunalegum litum.

31. Þú lítur á súkkulaði sem mat.

32. Þú mátt prumpa.

33. Þú getur setið við hliðina á fólki án þess að finnast þú þurfa að segja eitthvað.

34. Það er sama hvað þú gerir, þú getur alltaf lagað það með blómum.

35. Þú getur farið út í rigningu í bol án þess að það kosti eftirmál.

36. Þér duga þrjú pör af skóm.

37. Þú getur borðað banana á dekkjaverkstæði án þess að kallarnir leggi í það einhverja merkingu.

38. Það má sleppa forleiknum þín vegna.

39. Fyrir þér er Michael Bolton ekki til.

40. Þeir sem eru að segja klámbrandara þagna ekki þótt þú komir inn í herbergið.

41. Þú getur farið úr að ofan ef þér er heitt.

42. Þú þarft ekki að taka til í íbúðinni þótt einhver frá Rafmagnsveitunni sé að koma til að lesa af mælunum.

43. Þú þarft ekki að hafa vit fyrir vinum þínum þótt þeir séu á leiðinni heim með vonlausri stelpu.

44. Bifvélavirkjar ljúga ekki alltaf að þér.

45. Þér er sama þótt enginn taki eftir nýju klippingunni þinni.

46. Þú getur pissað hvar sem er.

47. Þú þarft ekki heitt vax á leggina.

48. Þú skiptir skapi vegna ytri ástæðna, ekki eftir stöðu tungslins.

49. Þér finnst Clint Eastwood góður en þú þarft ekki að fara í megrun vegna þess.

50. Þú hættir ekki við að taka bensín af því að bensínstöðin er sóðaleg.

51. Þú getur setið gleiður sama hvernig þú ert klæddur.

52. Þú færð meira kaup fyrir sömu vinnu.

53. Grátt hár, hrukkur og önnur aldursmerki gera þig flottari.

54. Þú þarft ekki að fara afsíðis þótt þig klæi í kynfærin.

55. Þegar einhver baktalar þig þá er það hans vandamál ekki þitt.

56. Þú sendir frá þér 400 milljónir af sáðfrumum í einu kasti og gætir því tvöfaldað íbúafjölda jarðar í 15 tilraunum.

57. Fólk glápir ekki á brjóstin á þér þegar þú talar við það.

58. Þú getur heimsótt vini þína án þess að færa þeim gjöf.

59. Steggjapartí eru skemmtilegri en gæsapartí — víst.

60. Þú ert í eðlilegu sambandi við mömmu þína og hún er hætt að stjórna lífi þínu.

61. Þú getur keypt þér smokka án þess að apótekarinn ímyndi sér hvernig þú lítur út nakinn.

62. Þú segist ekki vera að fara að púðra á þér nefið þegar þú ert að fara að kúka.

63. Vinur þinn fer ekki í fýlu þótt þú hringir ekki í hann eins og um var talað.

64. Þú þarft ekki að fara heim úr veislu og skipta um föt þótt einhver sé í svipuðum fötum og þú.

65. Það reikna eiginlega allir með því að þú fitnir með aldrinum.

66. Þú mátt lemja sjónvarpið og sparka í sjálfsala ef þetta hlýðir þér ekki.

67. Þú hættir að ganga í skóm sem meiða þig.

68. Þú þarft ekki að muna hvenær allir eiga afmæli.

69. Þótt þú sért ekki hrifin af einhverri stúlku þýðir það ekki að þú megir ekki sofa hjá henni.

Betra að vera kona?:

Já, stundum er það skárra að vera kvenmaður!

1. Þú getur gert fleira en eitt í einu

2. Ef þú ert með bólur geturðu málað yfir þær

3. Þú getur afsakað allt með því að það sé sá tími mánaðarins

4. Þú getur farið í lýtaaðgerð og stært þig af því

5. Maki þinn er alltaf til í að sofa hjá þér

6. Þú gengur fyrir í þau störf sem þú og jafnhæfur karlmaður sækja um

7. Þér er frekar fyrirgefið ef þú lætur einhverja vitleysu út út þér

8. Þú ert falleg nakin

9. Ef þú prumpar í bíó grunar þig enginn

10. Þú borgar lægri skatta en karlar (ert að vísu með lægri laun)

11. Þú ferð fyrst í björgunarbátana

12. Þú mátt keyra eins og hálfviti

13. Það finnst engum skrítið þótt þú hangir langtímum saman inni á klósetti

14. Þú lifir lengur

15. Þú getur feikað fullnægingu

16. Þú manst hvenær allir eiga afmæli

17. Ef þér gengur illa í vinnunni geturu hætt og farið heim og eignast börn

18. Þú getur gengið í bæði kjól og buxum

19. Ef þú missir hárið og þarft hárkollu fattar það enginn

20. Þú getur farið staurblönk á stefnumót

21. Þegar þú ert dónaleg finnst karlinum það kynæsandi

22. Þér er hjálpað ef það springur á bílnum

23. Þú getur tekið vinkonu þína með á klósettið

24. Þú færð börnin ef þú skilur

25. Þú getur saumað fötin á þig án þess að vera talin furðufugl

26. Þú getur eignast barn

27. Það eru opnaðar fyrir þér dyr

28. Þú pissar ekki út fyrir

29. Þú þolir sársauka betur

30. Fólk klórar sér ekki í kynfærunum fyrir framan þig

31. Þú þarft aldrei að kaupa smokka

32. Brad Pitt

33. Þú veist hvort stærðin skiptir máli

34. Þú hefur löglega afsökun til að vera alger tík einu sinni í mánuði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir

 Vinkona, vinkona....

Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir, 4.4.2008 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Kristín Hauksdóttir

Höfundur

Þóra Kristín Hauksdóttir
Þóra Kristín Hauksdóttir
Heiti Þóra Kristín Hauksdóttir er fædd árið 1985 er í Sambúð með Davíð Jóhannssyni og búum saman í Hvassaleitinu er á 2 ári í Kennaraháskóla Íslands.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 3832
  • IMG 3831
  • IMG 3830
  • IMG 3829
  • IMG 3828

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband