20.12.2007 | 14:31
Jóladjamm
Í gær var jóladjamm í Kennó og fórum við kennaraskvísurnar ég,Imba,Gunný og Sessý,við fórum fyrst til imbus og röltum svo upp í skóla þar var fámennt en góðmennt og voru trúbbar sem héldu uppi stuðinu sem var bara svaka gaman. Við fórum svo með strætó niðrí bæ en það voru nú ekki margir á ferli enda bara miðvikudagur hehe en við enduðum á kofa Tómasar frænda og sátum þar í smá stund svo vorum við sessý alveg ákveðnar i því að fá okkur að borða það er alltaf aðalmálið hjá okkur á djamminu hehe. Við pöntuðum okkur líka sitthvort pizzuna en vorum nátturlega að hugsa líka um kallana okkar sem voru heima að læra fyrir próf langt framm á nótt. Hitt gengið fór svo heim til Karls Pálssonar að snæða pizzuna en við Sessý laumuðum okkur heim og Davíð kom og sótti okkur. Þetta var bara hið besta djamm og var mikið hlegið og spjallað. Dagurinn í dag hefur einkennst af miklu leti og er ég enn á náttbuxunum bara næs þarf að vísu að fara og henda jólakortunum í póst og ætlaði að fara í bleika svínið en það er allt opið til 10 ekkert stress letin hlýtur að líða hjá.
Vil svo bara minna fólk á að njóta jólana og vera ekki með þetta stress það koma jól þótt það eigi eftir að þrífa pottaskápinn eða strauja rúmfötin bara njóta þess að slaka á og vera með fjölskyldunni.
jólakveðja Þóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2007 | 00:50
Davíð afmælisbarn dagsins
Jæja þá er kjellinn orðin 24 ára bara hundgamall hehe. Ég gaf honum afmælisgjöfina á miðnætti í gær hann fékk borvél frá mér og var alveg hæst ánægður með þetta og vildi ólmur fara að setja upp hillur og nýja eldhúsinnréttingu hehe ég vissi alveg hvað ég var að gera með þessari gjöf komin afsakanir fyrir fleiri IKEA ferðum á næstunni er einhver til?? hehe. Hann er svo myndalegur þessi elska finnst svo gaman að dutla svona bora og kallast e-h. Davíð eyddi eiginlega öllum deginum upp í skóla í lærdóm við fórum á Red chilli og fengum okkur fahitas combo og bjór sem er svona spari matur hjá okkur svo skellti hann sér bara aftur yfir bækurnar þegar heim var komið.
Eg og mútta fórum í kringluna í dag og náðum að klára eiginlega allar jólagjafirnar nema hún gat ekki keypt handa mér því ég var nátturlega með henni allan tíman hehe. Það er nú aldeilis gott að vera búin á bara eftir að kíkja aðeins og kaupa eins og t.d skó á mig og kanski e-h smá snyrtidót svo ég verði nú falleg um jólin hehe.
Við hjúin ætlum að vera saman í fyrsta skipti á jólunum það verður þannig hjá okkur að við borðum á aðfangadagskvöld heima hjá Afa og Ömmu Davíðs ásamt mömmu hans,Vigni og Ragnhildi Söru. Það verður bæði skrítið og skemmtilegt að vera jólin ekki með fjölskyldunni en það er nú ekki svo langt að fara þannig að við hittumst nú öll jólin og borðum saman möndlugraut í hádeginu á aðfangadag. Á jóladag förum við í hangikjöt til frænku Davíðs þar sem afi hans og pabbi hans og þau öll koma saman. Svo verður bara legið í leti og haft það náðugt. Á Gamlárskvöld verðum við svo á Álftanesinu með Mömmu,Stjána,Didda og Vesturtúnsfjölskyldunni ætlum að borða öll heima hjá Mömmu og fara á brennu og horfa á skaupið og skjóta upp. Erum ekki alveg búin að ákveða frammhaldið á kvöldinu en það kemur í ljós bara þegar líður á.
Annars er bara orðið mjög jólalegt í kotinu og ætlum við að kaupa okkur alvöru jólatré og hafa heima hjá okkur það verður rosa skemmtilegt.
Endilega verið dugleg að kommenta langar að vita hverjir eru að lesa.
Hafið það gott og njótið
Jólakveðjur
-Þóra-
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.12.2007 | 16:53
Prófa að byrja blogga aftur
Sæl og blessuð öll sömul
Ákvað að prófa að stofna mér blogg síðu aftur og athuga hvernig gengur að blogga það verður bara að koma í ljós. Er hérna í vinnuni hjá Freyju og erum við báðar að nörrast hérna í tölvunni. Bara 8 dagar í jólin þetta er allt að koma svo á hann Davíð afmæli á morgun en er að fara í próf 18 des greyið þannig að það verður e-h lítið gert eins og vanalega hann hefur aldrei geta haldið almennilega upp á afmælið sitt alltaf verið í prófum en það verður bara svaka veisla á næsta ári þá verður hann vonandi búinn í skólanum. En við reynum allavega að fara kanski út að borða eða elda e-h gott svo fær hann náttúrulega stærsta pakka í heimi frá mér haha. En annars er bara fínt að frétta ég var búin í skólanum 3 desember hef aldrei verið búin svona snemma meiri segja ekki einu sinni í 1.bekk því þá var maður alltaf til 20 eða lengur í skólanum. Ég hef bara verið að vinna og jólastí desember skellti mér til Akureyrar með Freyju og Ölmu þær voru að kynna bókina sína postulín fyrir akureyringum sem gekk bara ljómandi vel. Vorum í geðveikum bústað beint á móti Akureyri með þvílíku útsýni alveg gjeggjað. http://www.vadlaborgir.is/ endilega kíkið á þetta.
Gott í bili heyrumst.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Þóra Kristín Hauksdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar