Færsluflokkur: Bloggar

komin tími á smá updeit......

 

Af mér er allt gott að frétta skólinn kláraðist 14 maí og er ég búin að fá út úr þremur fögum sem gengu glimrandi vel en á eftir að fá úr fögunum sem ég tók prófin í kennaranir eru e-h svakalega seinir með það eins og venjulega þarna í kennó. Davíð er búin að fá úr öllum sínum og gekk það bara mjög vel hann þarf þó að fara í eitt endurtektar próf sem er 13 júní og nær því ekki að útskrifast 14 en það er allt í góðu hann fór í 6 próf á 14 dögum þannig þetta var þvílík keyrsla og er hann búin að vera í meðaleinkunn eða yfir hana í flestum prófum þannig að þetta er bara glæsilegur árangur.

Við erum bæði byrjuð að vinna Davíð er nú orðin fastráður starfsmaður hjá Verktakafyrirtækinu Háfell og biðu verkefnin í hrönnum eftir honum þegar hann mætti till starfa greinilega mjög ómissandi en það er ekki verra hann verður semst áfram þarna allavega næsta árið.

Ég held bara áfram að vinna hjá Freyju samt ekki sælgætisverksmiðjunni haha. Vaktarplönin verða þannig að við vinnum heila daga og fáum þá lengra frí inná milli ég held að það eigi eftir að vera mjög gott.

 Ég ætla að setja inn e-h myndir hérna inn. M.a úr júróvisionpartýinu sem við fórum í til Þóru Lindar og Bjarna á laugardaginn sem var snilld ;)


Karlar og Konur

69 kostir þess að vera karlmaður:

1. Símtöl vara ekki lengur en 30 sekúndur.

2. Það er nánast alltaf fólk af gagnstæðu kyni sem sést bert í bíómyndum.

3. Þú veist eitthvað um vélar, tæki og tól.

4. Þegar þú ferð í fimm daga frí þarftu bara á einni tösku að halda.

5. Enski boltinn.

6. Biðröðin á klósettinu er miklu styttri.

7. Þú getur opnað sultukrukkurnar sjálfur.

8. Félagar þínir gera ekki veður út af því þótt þú fitnir.

9. Þegar þú flakkar á milli stöðva þarftu ekki að stoppa þótt einhver sé að gráta á einni þeirra.

10. Það veltur ekki á rassinum á þér hvort þú færð vinnu eða ekki.

11. Þú færð alltaf ekta fullnægingu.

12. Þú getur náð þér í kvenmann þótt þú sért með ístru.

13. Þér er hjartanlega sama þótt Pamela Anderson geti ekki leikið.

14. Þú þarft ekki að ganga með handtösku.

15. Þú getur tékkað þig út af hóteli þótt herbergið sé í rúst.

16. Þótt einhver finni að verkum þínum í vinnunni þýðir það ekki að öllum líki illa við þig.

17. Þú færð af þér að drepa það sem þú ætlar að borða.

18. Bílskúrinn þinn er sérherbergi.

19. Þú vinnur þér inn ótal prik hjá hinu kyninu með örlítilli tillitsemi.

20. Þú getur hlegið að Titanic.

21. Þú getur farið í sturtu og skipt um föt á tíu mínútum.

22. Þú getur sofið hjá úti um allar trissur án þess að missa mannorðið.

23. Það eru einhverjir aðrir sem sjá um að hafa áhyggjur af brúðkaupinu þínu.

24. Það þýðir ekki vinaslit þótt einhver gleymi að bjóða þér í veislu.

25. Þú getur keypt þér nærföt — þrjú saman í pakka — á 999 krónur.

26. Enginn af vinnufélögunum getur komið þér til að gráta.

27. Þú þarft ekki að raka þig fyrir neðan háls.

28. Það angrar engan þótt þú sért orðinn 34 ára og enn þá ógiftur.

29. Þú getur skrifað nafnið þitt með gulu í snjóinn.

30. Andlitið á þér er í upprunalegum litum.

31. Þú lítur á súkkulaði sem mat.

32. Þú mátt prumpa.

33. Þú getur setið við hliðina á fólki án þess að finnast þú þurfa að segja eitthvað.

34. Það er sama hvað þú gerir, þú getur alltaf lagað það með blómum.

35. Þú getur farið út í rigningu í bol án þess að það kosti eftirmál.

36. Þér duga þrjú pör af skóm.

37. Þú getur borðað banana á dekkjaverkstæði án þess að kallarnir leggi í það einhverja merkingu.

38. Það má sleppa forleiknum þín vegna.

39. Fyrir þér er Michael Bolton ekki til.

40. Þeir sem eru að segja klámbrandara þagna ekki þótt þú komir inn í herbergið.

41. Þú getur farið úr að ofan ef þér er heitt.

42. Þú þarft ekki að taka til í íbúðinni þótt einhver frá Rafmagnsveitunni sé að koma til að lesa af mælunum.

43. Þú þarft ekki að hafa vit fyrir vinum þínum þótt þeir séu á leiðinni heim með vonlausri stelpu.

44. Bifvélavirkjar ljúga ekki alltaf að þér.

45. Þér er sama þótt enginn taki eftir nýju klippingunni þinni.

46. Þú getur pissað hvar sem er.

47. Þú þarft ekki heitt vax á leggina.

48. Þú skiptir skapi vegna ytri ástæðna, ekki eftir stöðu tungslins.

49. Þér finnst Clint Eastwood góður en þú þarft ekki að fara í megrun vegna þess.

50. Þú hættir ekki við að taka bensín af því að bensínstöðin er sóðaleg.

51. Þú getur setið gleiður sama hvernig þú ert klæddur.

52. Þú færð meira kaup fyrir sömu vinnu.

53. Grátt hár, hrukkur og önnur aldursmerki gera þig flottari.

54. Þú þarft ekki að fara afsíðis þótt þig klæi í kynfærin.

55. Þegar einhver baktalar þig þá er það hans vandamál ekki þitt.

56. Þú sendir frá þér 400 milljónir af sáðfrumum í einu kasti og gætir því tvöfaldað íbúafjölda jarðar í 15 tilraunum.

57. Fólk glápir ekki á brjóstin á þér þegar þú talar við það.

58. Þú getur heimsótt vini þína án þess að færa þeim gjöf.

59. Steggjapartí eru skemmtilegri en gæsapartí — víst.

60. Þú ert í eðlilegu sambandi við mömmu þína og hún er hætt að stjórna lífi þínu.

61. Þú getur keypt þér smokka án þess að apótekarinn ímyndi sér hvernig þú lítur út nakinn.

62. Þú segist ekki vera að fara að púðra á þér nefið þegar þú ert að fara að kúka.

63. Vinur þinn fer ekki í fýlu þótt þú hringir ekki í hann eins og um var talað.

64. Þú þarft ekki að fara heim úr veislu og skipta um föt þótt einhver sé í svipuðum fötum og þú.

65. Það reikna eiginlega allir með því að þú fitnir með aldrinum.

66. Þú mátt lemja sjónvarpið og sparka í sjálfsala ef þetta hlýðir þér ekki.

67. Þú hættir að ganga í skóm sem meiða þig.

68. Þú þarft ekki að muna hvenær allir eiga afmæli.

69. Þótt þú sért ekki hrifin af einhverri stúlku þýðir það ekki að þú megir ekki sofa hjá henni.

Betra að vera kona?:

Já, stundum er það skárra að vera kvenmaður!

1. Þú getur gert fleira en eitt í einu

2. Ef þú ert með bólur geturðu málað yfir þær

3. Þú getur afsakað allt með því að það sé sá tími mánaðarins

4. Þú getur farið í lýtaaðgerð og stært þig af því

5. Maki þinn er alltaf til í að sofa hjá þér

6. Þú gengur fyrir í þau störf sem þú og jafnhæfur karlmaður sækja um

7. Þér er frekar fyrirgefið ef þú lætur einhverja vitleysu út út þér

8. Þú ert falleg nakin

9. Ef þú prumpar í bíó grunar þig enginn

10. Þú borgar lægri skatta en karlar (ert að vísu með lægri laun)

11. Þú ferð fyrst í björgunarbátana

12. Þú mátt keyra eins og hálfviti

13. Það finnst engum skrítið þótt þú hangir langtímum saman inni á klósetti

14. Þú lifir lengur

15. Þú getur feikað fullnægingu

16. Þú manst hvenær allir eiga afmæli

17. Ef þér gengur illa í vinnunni geturu hætt og farið heim og eignast börn

18. Þú getur gengið í bæði kjól og buxum

19. Ef þú missir hárið og þarft hárkollu fattar það enginn

20. Þú getur farið staurblönk á stefnumót

21. Þegar þú ert dónaleg finnst karlinum það kynæsandi

22. Þér er hjálpað ef það springur á bílnum

23. Þú getur tekið vinkonu þína með á klósettið

24. Þú færð börnin ef þú skilur

25. Þú getur saumað fötin á þig án þess að vera talin furðufugl

26. Þú getur eignast barn

27. Það eru opnaðar fyrir þér dyr

28. Þú pissar ekki út fyrir

29. Þú þolir sársauka betur

30. Fólk klórar sér ekki í kynfærunum fyrir framan þig

31. Þú þarft aldrei að kaupa smokka

32. Brad Pitt

33. Þú veist hvort stærðin skiptir máli

34. Þú hefur löglega afsökun til að vera alger tík einu sinni í mánuði


Hvor ætli hafi þjáðst meira??

  Tveir dómar sama dag í sama landinu.
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í eins árs fangelsi,
þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir hrottafengna árás og nauðgun gagnvart unnustu sinni. Þá var hann dæmdur til að greiða henni rúmar
*sex hundruð þúsund *krónur í miskabætur. —-

———-Hæstiréttur hefur dæmt Hannes Hólmstein Gissurarson til að
greiða Auði Laxness, ekkju Halldórs Laxness, *eina milljón og fimmhundruð þúsund* í fébætur fyrir brot á höfundarrétti í fyrsta bindi af ævisögu Halldórs. Þá er Hannes Hólmsteinn dæmdur til að greiða 1,6 milljónir í málskostnað.

 

Hvor konan ætli hafi þjáðst meira, andlega og líkamlega?

 

jáháa svona er þetta land sem við búum í !!!!! 


Mikið er ég sammála honum

Maður ætti kanski bara skella sér á seltjarnanesið. Það virðist vera aðalmálið í mörgun skólum að hann "lúkki vel" allt sé voða tip top. Ég veit að það er líka mikilvægt að börnum og starfsfólki líði vel á sínum vinnustað  en ég held að því líði alveg jafn vel hvort sem að skólinn sé svakalegur arkítektur eða ekki. Allavega leið mér alltaf mjög vel í grunnskólanum á Reyðarfirði sem var með svínableikum gardínum sem við vorum alltaf að reyna að skemma "óvart" til þess að fá nýjar og í grænu og appelsínugulu stólunum en núna er hann orðin svakalega flottur og ég veit að það er sama góða starfið þar í gangi enda skólastjórinn algjör gullmoli :=) . Það eru miklar umræður um launahækkanir kennara um þessar mundir og vonandi sjá allir að það er þörf að meta starf uppeldismenntað fólks betur en ef maður væri með það markmið að vera ríkur og græða Þá færi maður að sjálfsögðu í annað nám en samt sem áður þarf þetta að vera mannsæmandi laun því að mínu mati er þetta eitt mikilvægasta starf í heimi. Ég er í einum áfanga sem heitir læsi og lestrarnám og þar erum við að læra um hvernig eigi að kenna lestur og hvernig lestur þróast. Það er hrikalega flólkið ferli sem er í gangi þegar við lærum að lesa og það er í raun ótrúlegt hvað margir eru læsir því þetta er mjög erfitt fyrir heilan að vinna úr. Börn sem eiga í erfiðleikum með lestur og fá ekki kennslu við hæfi geta orðið fyrir kennslufræðilegum skaða og ekki lært að lesa að hafa það á samviskunni að hafa klúðrað því að barn læri að lesa er að mínu mati mannréttindarbrot þetta getur gerst ef það er bara einhver út í bæ að kenna barninu þínu að lesa sem kann ekki fræðin á bak við lestur því lestur er meira en sísí sá sól og óli á lás og hananú!

jæjja læt þetta duga í bili.................


mbl.is Vill hækka laun kennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott framtak hjá Bubba

 Frábært framtak hjá Bubba. Ég hvet foreldra og skóla til að ræða við unglingana um þessi mál. Oft er þetta bara uppspuni hjá nokkrum unglingum sem smitar út frá sér sem er alltof algegnt á þessum árum því hópþrystingur er mjög mikill. 

 

Annars er bara allt fínt að frétta af mér bara nóg að gera í skólanum. Við mæðgur erum svo að fara skella okkur til kóngsins köben 5-9 júní og svo er hann Davíð minn að fara útskrifast úr iðnaðarverkfræði 14 júní sem er alveg gjeggjað. Nú er maður byrjaður að huga að skipulagi sumarsins svona smátt og smátt. Það sem er komið á dagskrá er að fara á ættarmót helgina 11-13 júlí sem verður haldið að þessu sinni í fljótsdal ef ég man rétt og er svo planið að vera áfram fyrir austan nokkra daga á eftir og kíkja á krílos hjá Heiðu og Einari sem kemur í heiminn í lok maí eða 22 maí ef það verður stundvíst hehe og taka svo smá road trip suður og vera komin aftur um 20 júlí heim.  

jæja þetta var bara smá svona updeit af mér hehe.

Þóra Kristín kveður með nokkrum myndum síðan hún var lítil :)

paskaegg2rola2slaedaindjani


mbl.is Bræður og systur gegn fordómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgin

smá helgarblogg.,.....

Á föstudagskvöldið fór ég í kveðjupartý til Gunný því hún er að fara í skiptinám til Ítalíu það var rosa kósý stemming ég var bara edrú enda er það líka fínt stundum. Fórum í gjeggjað skemmtilegt spil sem er að vísu á norsku en það var þýðandi á staðnum það var voða svipað fimbulfamb en það var þannig að það var lesið upp setning sem allir áttu að bota þannig að það væri líklegt að væri rétt og svo var eitt rétt svar og það var lesið upp um leið t.d var ein setning þannig að

Í bandaríkjunum er bannað að ...........þegar maður er sofandi.

rétta svarið var að það má ekki hrjóta með opin glugga hehe 

það var fullt af einhverju svona rugli sem var samt satt og mikið af einhverjum rugl lögum í bandaríkjunum alveg ótrúlegt hvað það er mikið til af rugluðum lögum þar.

Á laugardaginn fór ég svo í keilu með Bjarti og Þuríði lillý sem var í bænum um helgina það var rosa gaman Bjartur rústaði okkur frænkum alveg í keilu. Um kvöldið þá skelltum við okkur á þorrablóts ball á álftanesi en fórum ekki á blótið Sissa og Stebbi voru með matarklúbb í íbúðini hennar mömmu  því hún var fyrir austan á blóti þar þegar matarklúbburinn var búinn um 9 leytið þá byrjaði smá partý þar og fórum ég, Davíð og Tinna þanngað um hálf 10 og vorum að partýast og fórum svo á ball með hljómsveitinni saga class sem var alveg rosalega gaman. Tinna snillingur greiddi okkur systrum og líka Berglindi og var það geðveikt hjá henni hún er algjör snillingur í þessu læt fylgja nokkrar myndir frá helginni :)IMG_3836

 IMG_3837IMG_3838

IMG_3842IMG_3852 IMG_3831


Bobby Fischer á þingvöllum

Mér finnst þetta afar slæm hugmynd að blessaður Bobby fái að hvíla í þjóðargrafreitnum ég hef nú samt ekkert á móti því að hann verði grafinn á íslandi því hann er nú íslenskur ríkisborgari en mér finnst þetta nú bara frekar mikil vanvirðing við þjóðskáldin okkar Einar Benedikstson og Jónas Hallgrímsson lít nú ekki á að Bobby hafi gert jafnt góða hluti fyrir íslenska þjóð og þeir fyrrnefndu.

 

Annars er helgin bara búin að vera hin fínasta bara afslöppum og róleg heit  fór á kaffihús á föstudagskvöldið með Tinnu og Gunnari skelltum okkur til parísar hehe. Í gær fórum við Davíð svo í bíó og sáum myndina Death at a funeral mæli eindregið með henni allavega ef maður vill fá að hlæja aðeins. En það var mjög gott að safna sér orku fyrir næstu viku og setja sig inn í námskeiðin held að þetta verði bara ágætis önn í skólanum ég er allavega alveg að fíla kjörsviðið mitt sem er upplýsingatækni allavega gekk síðasta önn mjög vel einkunnir frá 7-9 og var í 19 einingum og er bara mjög stolt af sjálfri mér því ef maður er það ekki sjálfur þá getur maður ekki ætlast til þess að aðrir séu það. er það ekki?? það var hún Freyja sem sagði þetta þegar hún var kjörin kona ársins og hef ég pælt í þessu síðan þetta er svo ótrúlega satt og rétt því ef maður ber ekki virðingu fyrir sjálfum sér og eigin líkama þá getur maður ekki ætlast til þess að aðrir geri það. Hvet alla til að lesa bókina Postulín ég er að lesa hana núna og hún er alveg frábær.

jæja ætli sé ekki komin tími til að setja sig í stellinga fyrir leikinn Ísland-Frakkland við verðum að vinna þennan til að fá einhver stig með okkur í milliriðilinn. Hljómar þetta ekki voðalega gáfulega þótt ég sé ekki mikil íþróttamanneskja þá finnst mér samt alveg geðveikt gaman að fylgjast með handbolta


ekkert að frétta.

jæja var orðin leið á að hafa þessa fyrirsögn efst. Það er svo sem ekkert merkilegt að frétta skólinn bara byrjaður og hann byrjaði með því að fara í viku í áheryn í vettvansnáminu en við Berglind fórum í Barnaskóla hjallastefnunnar vorum þar í viku að kynnast krökkunum og kennaranum við förum að kenna þar í 2 vikur í mars sem er afar spennandi skemmtilegt að kynna sér hjallastefnuna og sjá sem fjölbreytilegast en síðast fór ég í Hlíðarskóla og eru þessir skólar svoldið ólíkir allavega að stærð en í hjallaskólanum er 46 börn og 6 kennarar en í hlíðarskóla eru held ég 600 börn og margir margir kennara þannig að það er smá munur en þettta verður svaka fjör. Skólinn byrjaði svo bara á mánudaginn og er maður svona að reyna fara drífa sig af stað og setja sig inní námskeiðin. Helgin verður svo tekin bara með ró bara læra og e-h að slaka á og fara í boot camp á laugardaginn en það gengur voða vel maður er samt alltaf jafn búin á því eftir hverja æfingu það er sko verið að láta mann púla en það hafa nú allir gott að því.

jæja þetta var voða stutt og boring færsla en verður vonandi betri næst ef ég hef eitthvað skemmtilegt að segja frá :) bless í bili. 


jólin að verða búin

Jæja þá er jólahátíðin þetta árið að taka enda og við tekur hversdagsleikinn. Við Davíð höfðum það gott um áramótin og borðuðum heima hjá mömmu á álftanesi ásamt Sissu og fjölskyldu og Didda. Davíð sá um forréttinn sem var alveg geggjaður það var semsagt rjúpur í piparsósu borið fram með salati, brauði og rifsberjum alveg rosalega gott.IMG_3799

Í aðalrétt var svo austfirskt hreindýr sem mamma matreiddi IMG_3807sem var alveg svakalega gott bara bráðnaði upp í manni. Þribbanir og unglingurinn voru svo í svaka stuði og var Bjartur duglegur að halda ,,míni" flugeldasýningu fyrir systkini sín við misgóðar undirtektir hehe. Þegar við vorum búin að jafna okkur eftir matinn fórum við í vesturtúnið og horfðum á skaupið og borðuðum snakk og ís. Það var skotið ágætlega mikið upp en það var samt svo hvasst að raketturnar fuku allar til hliðar en það var svo sem allt í lagi. Þegar klukkan fór að ganga eitt drifum við Davíð okkur heim því von var á nokkrum gestum til að fagna nýa árinu. Við vorum 11 sem vorum heima í Hvassaleitinu að spila partý og co  og fleira það var alveg rosalega góð stemming. Gestirnir fóru svo heim um 7 um morguninn en læddi mér þó inn í rúm um 6 leytið ekki sökum ofdrykkju heldur að ég átti að fara að vinna klukkan 12 á nýársdag. Þetta voru bara alveg ljómandi góð áramót.

Nýja árið leggst bara vel í mig það var nú ekki strengt neitt áramótaheit núna en er það ekki bara það klassíska hugsa um heilsuna og standa sig vel í skólanum og bara njóta lífsins. Ég byrjaði árið með stæl og byrjaði í Boot Camp 3 janúar og ég hélt að þetta væri bara mitt síðasta fann bara svínakjötið vella inn í mér.  En þetta var alveg helvíti gott eftir á þegar ég var búin að skella mér í sturtu bara gott að drífa sig af stað. Ég verð í Boot Camp þrisvar í viku þri-fimt og laugardögum og svo í skólanum er skráð í 19 einingar og svo verð ég að vinna áfram hjá Freyju. Skólinn byrjar fyrstu vikuna á því að við förum í vettvangsnám ég og Berglind ætlum að kynna okkur hjallastefnuna fyrsta vikan verður bara áheyrn þá erum við bara að kynnast krökkunum sem eru bara stelpur og kennaranum og skólanum. Við verðum svo allan mars mánuð í skólanum tvær vikur að kenna og svo tvær vikur að vinna með kennaranum fara yfir verkefni og fleira.

Jólahátíðin endar á morgun með matarboði hjá ömmu Davíðs og svo ætlum við Davíð að fara á þrettándabrennu á álftanesi og vonum að það verði betra veður en á áramótunum.

 

Jæja segi þetta gott í bili


Jólaannáll

Jæja ætli það sé ekki komin tími til að rita niður smá jólaannál.

Á aðfangadag komu Mamma,Diddi,Stjáni og Vesturtúns liðið í möndlugraut til okkar Davíðs það er komin regla á að þetta verði ný jólahefð að hafa jólagrautinn í hádeginu hjá okkur enda er það bara skemmtilegt. Soðið var 3 lítar að graut dugar ekkert minna ofaní mannskapinn Davíð kokkaði þennan snilldargraut sem var hrísgrjónagrautur bættur með rjóma og súkkulaði. Mandlan var svo falin vel ofaní en einhverjun tókst að borða möndluna án þess að segja frá því og var þetta því frekar vandræðalegt  og héldu allir að Davíð hefði gleymt að setja möndluna í grautinn en hann var alveg blá saklaus, þetta mál endaði þá á þann hátt að við þurftum að draga spil til þess að skera úr um hver væri sigurvegarinn og var það mamma sem hlaut mönduverðlaunin þetta árið og voru það kertastjakar úr Tiger rosa flottir. :) Eftir vel heppnaðan graut fóru allir að tínast heim og þá var komið að því að ganga frá og slaka aðeins á og fara svo í jólabaðið.

Við Davíð fórum svo í miðleitið hérna rétt hjá okkur til ömmu og Afa Davíðs og eyddum aðfangadagskvöldi þar ásamt mömmu hans,Vigni og Ragnhildi Söru boðið  var upp á ljúfengan hamborgarahrygg ásamt ýmsu góðu meðlæti. Svo hófst pakkaflóðið og var margt sniðugt og skemmtilegt sem var að finna þar t.d úlpu frá Davíð,bolir,sænguver,úr,jólaóróar,sósuskál, body lotion,kaffikanna og e-h fleira sem ég er að gleyma held ég. Við vorum þar til rúmlega 21 þá fórum við upp í seiðakvíslina og héldum áfram að taka upp pakka þar og þar komu upp íþróttagalli,svunta,ilmvatn,kökuspaði vorum þar e-h frammeftir kvöldi og fórum svo heim. 

 Á jóladag vöknuðum við klukkan korter í 2 og áttum að vera mætt í jólaboð til frænku Davíðs kl 2 en það var svo sem ekkert stress vorum komin þanngað um hálf 3 ég hélt að það væri ekki hægt að sofa yfir sig í e-h sem byrjar klukkan 2 en það er greinilega hægt.hehe Við fengum þar hangikjöt og meðlæti og síðan var farið í bingó sem var mjög skemmtilegt. um kl 17 kíktum við aðeins á álftanesið og heilsuðum upp á liðið þar. Kvöldinu var síðan eytt í chill.

Annan í jólum fórum við Davíð ásamt mömmu,didda og stjána i messu heyrnleysingja í grensárskirkju sem var bara mjög fínt þegar henni var lokið fórum við Davíð bara heim að chilla og síðan var matur hjá Didda um kvöldið og var það heljarstór kalkún sem var gjeggjað góður.

Davíð hefur verið að vinna og ég hef bara verið í chillinu fór nú í kringluna í gær og ætlaði að skipta nokkrum jólagjöfum en það voru bara svo margar búðir lokaðar þannig að það tókst ekki alveg að klára allt. 

Í dag var svo jólaboð hjá fjöldskyldunni minni og var það haldið í breiðholtinu hjá Gunnu og Brynjari og komu allir með e-h á kökuborðið það var alveg ljómandi gaman  krakkanir léku sér svo fallega og fullorðnafólkið spjallaði.

Svo er ég að vinna á sunnudaginn annars er bara chill þessa daganan Heiða og Einar ætla að koma í heimsókn á morgun og þribbanir ætla líka að koma í smá pössun til frænku sinnar. 

Verðum á álftanesi á gamlárskvöld borðum þar,förum á brennuna og skjótum upp og svo verðum bara e-h rólegt ekki alveg komin dagskrá. 

þetta var svona það helsta sem er að gerast í mínu lífi þessa dagana.

njótið lífsins :=) 


Næsta síða »

Um bloggið

Þóra Kristín Hauksdóttir

Höfundur

Þóra Kristín Hauksdóttir
Þóra Kristín Hauksdóttir
Heiti Þóra Kristín Hauksdóttir er fædd árið 1985 er í Sambúð með Davíð Jóhannssyni og búum saman í Hvassaleitinu er á 2 ári í Kennaraháskóla Íslands.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 3832
  • IMG 3831
  • IMG 3830
  • IMG 3829
  • IMG 3828

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband