27.1.2008 | 20:24
Helgin
smá helgarblogg.,.....
Á föstudagskvöldið fór ég í kveðjupartý til Gunný því hún er að fara í skiptinám til Ítalíu það var rosa kósý stemming ég var bara edrú enda er það líka fínt stundum. Fórum í gjeggjað skemmtilegt spil sem er að vísu á norsku en það var þýðandi á staðnum það var voða svipað fimbulfamb en það var þannig að það var lesið upp setning sem allir áttu að bota þannig að það væri líklegt að væri rétt og svo var eitt rétt svar og það var lesið upp um leið t.d var ein setning þannig að
Í bandaríkjunum er bannað að ...........þegar maður er sofandi.
rétta svarið var að það má ekki hrjóta með opin glugga hehe
það var fullt af einhverju svona rugli sem var samt satt og mikið af einhverjum rugl lögum í bandaríkjunum alveg ótrúlegt hvað það er mikið til af rugluðum lögum þar.
Á laugardaginn fór ég svo í keilu með Bjarti og Þuríði lillý sem var í bænum um helgina það var rosa gaman Bjartur rústaði okkur frænkum alveg í keilu. Um kvöldið þá skelltum við okkur á þorrablóts ball á álftanesi en fórum ekki á blótið Sissa og Stebbi voru með matarklúbb í íbúðini hennar mömmu því hún var fyrir austan á blóti þar þegar matarklúbburinn var búinn um 9 leytið þá byrjaði smá partý þar og fórum ég, Davíð og Tinna þanngað um hálf 10 og vorum að partýast og fórum svo á ball með hljómsveitinni saga class sem var alveg rosalega gaman. Tinna snillingur greiddi okkur systrum og líka Berglindi og var það geðveikt hjá henni hún er algjör snillingur í þessu læt fylgja nokkrar myndir frá helginni :)
Um bloggið
Þóra Kristín Hauksdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.